Kolbeinn

Veiðifélagið Kolbeinn snýst um svo miklu meira en veiði. Það eru allir vinir í veiðinni og aldurinn skiptir ekki máli. Kolbeinn er ekkert gamall! Það höfum við alltaf sagt.











Þegar að Kolbeinn Sölvi stal Prins Pólóinu af Kolbeini Sigurði
- dæmisaga um vináttu og þjófnað

Einu sinni voru tveir góðir vinir. Annar þeirra hét Kolbeinn Sölvi og hinn hét Kolbeinn Sigurður. Þeim þótti ekkert skemmtilegra en að fara saman að veiða. Eitt sinn ákváðu þeir að fara í veiðiferð saman að Hörgsá ofan brúar. Þeir tóku vini sína Kolbein Bjarka og Kolbein Aðalstein með. Þeir voru góðir piltar. Á leiðinni að Hörgsá ákváðu vinirnir að koma við í söluturni við þjóðveginn. Allir keyptu þeir sér góðan og kjarnríkan mat af því að þeir voru svo svangir.
Þá ákvað Kolbeinn Sigurður að kaupa sér Prins Póló-súkkulaðistykki. Hann ætlaði sér að borða það í eftirmat um kvöldið og var farinn að hlakka mikið til. Hvað það yrði nú gaman að geta launað sjálfum sér með vænum bita af góðgæti eftir veiðiskap dagsins og ljúfa máltíð í góðum félagsskap.
Þegar að í veiðikofann var komið tóku drengirnir sig til. Þeir fóru í vöðlurnar sínar og veiðivestin og héldu svo niður að á. Enginn afli kom á land en engu að síður glöddust drengirnir yfir því að vera allir saman. Að þessu loknu fóru þeir upp í kofa og elduðu sér girnilegan mat. Þeir kláruðu matinn með bestu lyst.
Að þessu loknu ákváðu strákarnir að bregða sér út á tún. En nú var komið babb í bátinn. Aumingja Kolbeinn Sölvi átti engan regnstakk til að klæðast. Nú voru góð ráð dýr. Kolbeinn Sölvi var orðinn ansi leiður þegar vinur hans Kolbeinn Sigurður ákvað að bregðast ekki vini sínum. Hann lánaði honum sinn regnjakka.
Nú voru allir glaðir á ný og strákarnir tóku nú að kasta á milli sín svifdisk. Það þótti þeim mjög skemmtilegt. Félagarnir gleymdu sér góða stund í leiknum. En þá gerðist nokkuð sem kom Kolbeini Sigurði í opna skjöldu. Kolbeinn Sölvi, vinur hans og sá sem klæddist regnstakknum, var búinn að taka Prins Pólóið hans Kolbeins Sigurðar. Og ekki bara það. Hann var búinn að borða það upp til agna!
Svona gera ekki góðir vinir. Góðir vinir borða ekki Prins Pólóið frá vinum sínum. Sérstaklega ekki þegar þeir eru búnir að fá lánaðan regnstakk hjá þeim.
Kolbeinn Sölvi lærði af glæp sínum. Hann ætlar aldrei aftur að stela Prins Pólói frá vini sínum. Kolbeinn Sigurður fyrirgaf vini sínum. Það þýðir nefnilega ekki að lifa lífinu í heift og hefndarhug. Maður verður að gefa fólki sem hefur drýgt glæp tækifæri til að bæta sig. Alveg eins og Jesú gerði við tollheimtumennina. Og nú eru Kolbeinn Sigurður og Kolbeinn Sölvi bestu vinir aftur!
posted by Kolbeinn Hjörtur on 3:15 AM

Það hefur margsannast að í veiðinni skiptir aldurinn ekki máli. Mér hefur þó alltaf fundist langskemmtilegast að veiða með yngri mönnum. Þeir hlusta betur og svo eru þeir líka hlýrri ef mann langar að hjúfra sig upp að einhverjum. Ég man eitt sinn þegar ég hafði krækt í einn stóran og, sleppt honum síðan aftur, að við félagarnir Ragnar Hólm féllumst í faðma og nutum... náttúrunnar þarna á bakkanum. Já, þá var nú gaman að vera til!
posted by Kolbeinn Gamli on 7:41 AM